Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 18:33:34 (3648)

2002-01-28 18:33:34# 127. lþ. 61.12 fundur 425. mál: #A stjórn fiskveiða# (handfæraveiðar með dagatakmörkunum) frv. 3/2002, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 127. lþ.

[18:33]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það er sjálfsagt að hlusta á stjórnarandstöðuna. En hins vegar held ég að óvissan hefði verið alveg jafnmikil þó að gildistökunni hefði verið frestað fram eftir vetrinum meðan það var vitað að verið væri að vinna að breytingum á lögunum í þá átt sem síðan varð raunin. Þar af leiðandi sé ég ekki að það hafi verið nein bót þótt farið hefði verið eftir hugmyndum og tillögum stjórnarandstöðunnar í málinu.