Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 18:42:04 (3655)

2002-01-28 18:42:04# 127. lþ. 61.12 fundur 425. mál: #A stjórn fiskveiða# (handfæraveiðar með dagatakmörkunum) frv. 3/2002, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 127. lþ.

[18:42]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Þetta var ákaflega falleg ræða hjá hv. þm. Karli V. Matthíassyni. En það er eins og ég hafi heyrt hana í hvert einasta skipti sem hefur verið talað um smábátana svokölluðu sem eru ekkert svo smáir þegar allt kemur til alls. Í hvert einasta skipti sem það hefur verið réttlætt að þeir ættu að njóta einhverra sérkjara, þá hefur það alltaf verið á þeirri forsendu að þetta skipti engu máli, þeir séu svo litlir, þeir séu svo fáir og þeir veiði svo lítið. En annað hefur alltaf komið á daginn.