Aukaþing Alþingis um byggðamál

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 13:51:04 (3665)

2002-01-29 13:51:04# 127. lþ. 62.5 fundur 24. mál: #A aukaþing Alþingis um byggðamál# þál., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[13:51]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Hv. 1. þm. Norðurl. e. ætti í sjálfu sér að geta litið rækilega í eigin barm. Ég sem hef miklu minni þingreynslu en hv. þm. veit þó að Eyfirðingum var um langan tíma eða nokkurn tíma haldið í gíslingu upp á væntanlega stóriðju inni í Eyjafirði og út með Eyjafirði o.s.frv. Til blessunar Eyfirðingum --- ég vona að hv. 1. þm. Norðurl. e. hafi átt þar hlut að máli --- voru þessir stóriðjudraumar í Eyjafirðinum loksins blásnir af og menn sneru sér að því að byggja upp Háskólann á Akureyri, styrkja innviði Akureyrar á þann hátt sem varð þessu svæði og landinu öllu til blessunar.

Virðulegi forseti. Ég vona að 1. þm. Norðurl. e. hafi átt hlut að máli við að losa Eyfirðinga úr þeirri úlfakreppu sem þeim hafði verið haldið í til að hægt væri að snúa sér að verðugri verkefnum eins og uppbyggingu Háskólans á Akureyri