Sala á greiðslumarki ríkisjarða

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 15:35:39 (3706)

2002-01-29 15:35:39# 127. lþ. 62.94 fundur 284#B sala á greiðslumarki ríkisjarða# (umræður utan dagskrár), landbrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[15:35]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil ekki bera sakir á hv. þm. í þessum efnum. Ég var fyrst og fremst að benda vissu mína, því ég hef fullvissað mig hér í salnum um að ég var að fara rétt með. Ég hringdi upp í ráðuneyti og spurði hvort það væri ekki rétt munað hjá mér að þetta væri með þessum hætti. Samt leyfir hv. þm. sér að bera á þann sem hér stendur að hann sé að ljúga, kemur hér full af hreysti aftur upp til þess að halda fram röngum sökum í garð einstaklings sem lifði heilbrigðu og góðu lífi. Þetta var ævistarf hans sem hann var að selja. Ég bið því hv. þm. um að koma með mér upp í ráðuneyti og kynna sér málið. Ég vil vera viðstaddur þegar hún kemur þar. Ég býð henni hér með í heimsókn þangað.