Sala á greiðslumarki ríkisjarða

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 15:36:41 (3707)

2002-01-29 15:36:41# 127. lþ. 62.94 fundur 284#B sala á greiðslumarki ríkisjarða# (umræður utan dagskrár), ÁRJ (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[15:36]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Þetta er nú svolítið þreytandi. Ég hef aldrei haldið því fram að hæstv. ráðherra væri að ljúga og sagði það alls ekki hér, heldur vitnaði bara í skjalfest gögn sem ég er með fyrir framan mig. Ég efast ekkert um að bóndinn á þessum bæ hafi unnið þarna alla sína ævi. En ég hef ákveðnar efasemdir um að verið sé að huga að eigum ríkisins þegar jarðir eins og þessi, sem er mikil kostajörð samkvæmt jarðabók Árna Magnússonar og samkvæmt fasteignasala sem seldi síðan, skuli vera seld á 4 millj. með veiðirétti og öllu því sem fylgir. Ég leyfi mér að hafa efasemdir um það. Ég tel að setja þurfi nýjar reglur. Það þarf að setja önnur viðmið og það þarf að ráða bót á sölu ríkisjarða.