Rannsóknir á þorskeldi

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 16:17:06 (3720)

2002-01-29 16:17:06# 127. lþ. 62.9 fundur 56. mál: #A rannsóknir á þorskeldi# þál., EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[16:17]

Einar K. Guðfinnsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þarf svo sem ekki að bæta miklu við, ég held að við hv. þm. séum í meginatriðum sammála um þetta. En af því að hv. þm. fór að vitna til Íslendingasagna vil ég aðeins vekja athygli á því að í Landnámu er sagt frá því að konan Þuríður sundafyllir nam land í Bolungarvík og seiddi fisk á Kvíarmið. Það var að vísu ekki fiskeldi en það var svona aðferð til að draga fiskinn að sér. Og kannski ættum við þá að leita til fortíðarinnar líka, hv. þm.