Verslun með áfengi og tóbak

Þriðjudaginn 29. janúar 2002, kl. 17:40:50 (3739)

2002-01-29 17:40:50# 127. lþ. 62.13 fundur 135. mál: #A verslun með áfengi og tóbak# (smásöluverslun með áfengi) frv., ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 127. lþ.

[17:40]

Ásta Möller (andsvar):

Herra forseti. Með þeirri tillögu sem hér er lögð fram er ekki gert ráð fyrir að neinar breytingar verði á sköttum eða tollum á áfengi þannig að það breytist ekki neitt. Hagnaður ríkisins verður hinn sami.

Annað atriði er að ríkið á náttúrlega ekki að standa í samkeppnisrekstri. Þegar verið er að færa þessa verslun út til smásölunnar, til einkaaðila, þá er alveg ljóst að fólk fer að velta fyrir sér hvar besta þjónustan sé. Í mínum huga er alveg ljóst að ÁTVR mun veikjast verulega og ég sé hreinlega ekkert því til fyrirstöðu að það gerist. Ég sé ekki í rauninni þörf fyrir ÁTVR eftir að þessi breyting verður komin á.

Þessi breyting, eins og svo margt í áfengismálum Íslendinga, er hægfara og við munum bara skoða og sjá hver framtíðin verður í þessum efnum.