Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að draga úr verðbólgu

Miðvikudaginn 30. janúar 2002, kl. 13:37:22 (3767)

2002-01-30 13:37:22# 127. lþ. 63.91 fundur 285#B aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að draga úr verðbólgu# (aths. um störf þingsins), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 127. lþ.

[13:37]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Eins og ég segi þá mundi það vera ódýrt fyrir ríkið að fylgja því fordæmi.

Rekja má til sveitarfélaganna hækkanir upp á 0,11% og það mundi væntanlega kosta 300--400 millj. að ná því til baka þannig að 20--30 millj. er bara eins og framlag til auglýsingastofu í auglýsingaherferð en ekki framlag sem skiptir neinu máli eða mælir.