Áhugamannahnefaleikar

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 16:16:17 (3914)

2002-02-04 16:16:17# 127. lþ. 68.10 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[16:16]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta mál snýst bara um það hvort við eigum að banna íþróttagrein sem er síst hættulegri en aðrar íþróttagreinar sem iðkaðar eru í þessu landi. Þetta snýst líka um það hvort við eigum að banna ólympíugrein sem er stunduð í öllum löndum heimsins nema Íslandi? Erum við Íslendingar svona sérstakir?

Ég minntist á karate eða kumite, þ.e. árásar- eða bardagaþáttinn í karate. Svo vildi til að ég horfði á eina slíka keppni um helgina. Í boxi eru keppendur með höfuðhlífar eins og ég sagði áðan og hanska sem eru þannig gerðir að högg frá þeim er ekki mjög hættulegt. Í þessu karate eru menn með þunna hanska, engar höfuðhlífar og þar eru leyfð spörk fimm sinnum aflmeiri en ef slegið er með hendi. Í öðrum bardaganum sem ég horfði á var annar keppandinn sleginn niður. En samkvæmt reglunum á ekki að snerta manninn í þessu tilfelli. Það verða því alltaf áverkar eins og við töluðum um í handbolta og fótbolta og búið er að fara hér yfir. Í hestamennsku eiga t.d. ekki að verða áverkar. Þar verða meiðsli. Á þá að banna hestamennsku samkvæmt því?

Ég held að búið sé að fara yfir þetta bæði með og á móti. Ef menn hlusta á rökin með þessu er ég sannfærður um að þingheimur mun samþykkja þetta frv. sem liggur hér fyrir á þessu þingi.