Áhugamannahnefaleikar

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 16:54:47 (3930)

2002-02-04 16:54:47# 127. lþ. 68.10 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[16:54]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Er það ekki hlutverk Alþingis og alþingismanna að vera í fararbroddi þeirra laga sem þeir hafa sett? Ég veit ekki betur en fleiri en tveir og fleiri en fjórir alþingismenn hafi mætt í æfingabúðir þar sem box er stundað. Hv. þm. Hjálmar Árnason var hér að tala rétt áðan úr ræðustól og bjóða þingmanninum að mæta í svona búðir. Ég heyrði ekki betur en hv. þm. Katrín Fjeldsted hefði þegið boðið. Hún þekktist boðið. (Gripið fram í: Af hverju svaraðir þú ekki spurningunni?)