Áhugamannahnefaleikar

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 16:55:12 (3931)

2002-02-04 16:55:12# 127. lþ. 68.10 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[16:55]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Þingmaðurinn svaraði ekki spurningu minni, en hún laut að stöðu ÍSÍ og því sem þingmaðurinn sagði, að við treystum ÍSÍ fyrir íslenskri æsku og hefðum gert það fram að þessu og að ÍSÍ væri leiðandi ljós íslenskrar æsku í íþróttum. Ég spurði þingmanninn hvort hægt væri að sætta sig við að íþróttahreyfingin með alla þessa ábyrgð léti hluta af þeim fjármunum sem íslenska ríkið veitir til hennar í að styðja ólöglega íþróttastarfsemi. Það var spurningin og ég óska eftir svörum frá þingmanninum.