Verslun með áfengi og tóbak

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 18:40:39 (3954)

2002-02-04 18:40:39# 127. lþ. 68.11 fundur 135. mál: #A verslun með áfengi og tóbak# (smásöluverslun með áfengi) frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[18:40]

Mörður Árnason (andsvar):

Virðulegur forseti. Við verðum víst að fara í þingtíðindin til að vita hvað hv. þm. sagði en það er alveg klárt að það segir í greinargerð með þessu frv., með leyfi forseta: ,,Sjálfsagt mun neysla áfengis eitthvað aukast.`` Er það rangt hjá mér að hv. þm. Katrín Fjeldsted hafi verið að lýsa stuðningi við frv. til laga þar sem stendur í greinargerð að áfengisneysla muni eitthvað aukast?