Verslun með áfengi og tóbak

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 20:36:28 (3973)

2002-02-04 20:36:28# 127. lþ. 68.11 fundur 135. mál: #A verslun með áfengi og tóbak# (smásöluverslun með áfengi) frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[20:36]

Mörður Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég skil hvað hv. þm. á við en ég hlýt að vekja athygli hennar og annarra hv. þm. á því að ekkert í frv., hvorki í frumvarpstextanum sjálfum né í greinargerðinni, gæti orðið grundvöllur lögskýringar fyrir sveitarfélag eða eftirlitsaðila til að standa á móti því að matvöruverslun eða bensínstöð eða þess vegna söluturn gæti selt sterkt áfengi að þessu frv. samþykktu, og þess vegna allan sólarhringinn, helgidaga, sunnudaga, á messutímum, knattspyrnuleikjum og hvaðeina.