Verslun með áfengi og tóbak

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 21:40:50 (3980)

2002-02-04 21:40:50# 127. lþ. 68.11 fundur 135. mál: #A verslun með áfengi og tóbak# (smásöluverslun með áfengi) frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[21:40]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. talar um að ekki megi virkja auglýsingamennsku og markaðshyggju í sölu áfengra drykkja. Ég hygg að þetta sé rétt með farið. Þá spyr ég á móti: Hvernig í ósköpunum stendur þá á því að útsölum Áfengisverslunar ríkisins er komið fyrir annars vegar í Kringlunni og hins vegar í Smáralind? Ætli mætti kannski ekki finna einhverja staði þar sem færra fólk fer um?