Samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 23:07:06 (4003)

2002-02-04 23:07:06# 127. lþ. 68.12 fundur 266. mál: #A samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni# þál., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[23:07]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta ber allt saman vott um það hversu málefnaleg umræðan er nú.

En það er alveg ljóst að þegar við sáum fram á að fjarskiptakerfin og samgöngurnar á því sviði væru að eflast og aukast og nú væru að koma til alls konar möguleikar til að vinna fjarvinnslustörf með góðum hætti vaknaði mjög mikil von hjá landsbyggðarfólki. (Gripið fram í: ... forsætisráðherrann.) Og ég verð að segja alveg eins og er, hæstv. forseti, að ég satt að segja trúi því ekki enn þá að ekki sé hægt að efla þá starfsemi sem tengist fjarvinnslumálum af ýmsu tagi þegar fólk getur tengt saman atvinnu og búsetu með sterkari hætti en áður hefur verið. Hins vegar hafa orðið nokkur vonbrigði með hvernig ríkisvaldinu hefur tekist að flytja verkefni og starfsemi út til landsbyggðarinnar. Og hvernig skyldi standa á því?

Það væri gaman að heyra hv. þm. lýsa því hvaða störf t.d. hann hefði getað flutt úr umhvrn. þegar hann var umhvrh. Hvaða störf úr umhvrn. eða stofnunum þeirra gæti hann séð fyrir sér úti á landi og væri hann tilbúinn að styðja flutning á þeim út til landsbyggðarinnar?