Áhugamannahnefaleikar

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 13:54:41 (4021)

2002-02-05 13:54:41# 127. lþ. 69.1 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[13:54]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Hér eru greidd atkvæði um mesta dekurmál þingsins og atkvæðagreiðslan er endurtekið efni. Það er einsdæmi að þingmál sem Alþingi hefur lokið með atkvæðagreiðslu sé aftur tekið upp á næsta þingi. Þessi tillaga var felld á hv. Alþingi í fyrra.

Herra forseti. Á sama tíma og þrýstingur eykst frá læknasamtökum um víða veröld, nú í haust frá Evrópusamtökum lækna, á að hnefaleikar verði ekki ólympíugrein og að bönnuð verði höfuðhögg í hnefaleikum hefur þetta mál fengið forgang á dagskrá þingsins, jafnvel á mestu annatímum. Ég gagnrýni þá málsmeðferð harðlega.

Þar sem ég er fylgjandi áframhaldandi banni greiði ég atkvæði gegn lögleiðingu hnefaleika en styð tillögu Katrínar Fjeldsted.