Útlendingar

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 15:52:58 (4048)

2002-02-05 15:52:58# 127. lþ. 69.3 fundur 433. mál: #A útlendingar# (heildarlög) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[15:52]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að ekki fari á milli mála þegar litið er til sögunnar að þá var auðvitað mismunandi áhersla á réttarríkið og stöðu einstaklinga þar eftir því hvernig menn skipuðu sér eftir pólitískum skoðunum. Ég spyr hv. þm.: Telur hann að mikið hafi farið fyrir mannréttindum í Sovétríkjunum sálugu?