Kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 16:29:19 (4058)

2002-02-05 16:29:19# 127. lþ. 69.4 fundur 371. mál: #A kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla# (dreifing ösku, kirkjugarðaráð o.fl.) frv., KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[16:29]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að til þessa eru ýmis viðhorf og misjöfn sjónarmið. Við erum öll venjulegar manneskjur og menn hafa misjöfn viðhorf og sjónarmið. Þess vegna velti ég upp í umræðunni því sem ég gerði hér áðan.

Væri ekki betra að hafa það í huga við umfjöllun um frv. í hv. allshn. hvort ekki ætti þá að koma upp sérstökum grafreitum á hálendinu ef menn vilja kannski ekki láta brenna sig en mundu vilja vera jarðaðir á hálendinu? Ættu þeir þá ekki að hafa rétt á að verða jarðsettir þar? Það má spyrja að því.

Svo vil ég segja að það er þannig að mörgum finnst að duft og aska látinna sé þess eðlis að það vill ekki vera í náinni snertingu við það.