2002-02-05 16:59:24# 127. lþ. 69.6 fundur 427. mál: #A almenn hegningarlög og refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns (hryðjuverk)# frv., GÖ
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[16:59]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Virðulegur forseti. Hæstv. dómsmrh. hefur hér mælt fyrir frv. til laga um breyting á almennum hegningarlögum og lögum um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns, þ.e. um hryðjuverk.

Hér má segja að við komum til móts við alþjóðasamfélagið með breytingum sem þarf að gera eftir það sem gerðist 11. september. Þetta frv. er líka í mjög nánum tengslum við tvær þáltill. sem hæstv. utanrrh. hefur þegar mælt fyrir í þinginu þannig að eflaust verða góðar umræður í allshn. um þetta og ég efast ekki um að við munum fá umsögn utanrmn. um málið þar sem þetta hangir í rauninni allt saman. Það er náttúrlega mikilvægt að við uppfyllum skuldbindingar okkar eins og aðrar þjóðir samkvæmt alþjóðasamþykktum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ekki er svo miklu við þetta að bæta en við eigum eflaust eftir að sjá fram á samstarf við utanrmn. um þetta mál.