Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 19:06:05 (4099)

2002-02-05 19:06:05# 127. lþ. 69.17 fundur 389. mál: #A þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[19:06]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég er búinn að svara því í ræðu minni sem hv. þm. spurði um en ég spyr enn --- verið þið bara róleg, bara róleg. Ég biðst afsökunar á að hafa ávarpað þingmanninn í annarri persónu.

Ég hlýt að vekja athygli á því að nú hafa tveir þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs kvatt sér hljóðs og komið með andsvör við ræðu mína. Hvorugt þeirra hefur fengist til þess að benda á úrræði Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs (Gripið fram í: ... andsvari ...) þótt fyrri þingmaðurinn, hv. 17. þm. Reykv. Kolbrún Halldórsdóttir, hafi að fyrra bragði talað um þessi miklu úrræði sem Vinstri hreyfingin -- grænt framboð hafði á Austurlandi, ekki orð um hver þau séu, ekki orð. (ÖJ: ... svara mér í andsvari.)