Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 19:31:52 (4107)

2002-02-05 19:31:52# 127. lþ. 69.17 fundur 389. mál: #A þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls# þál., ÓB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[19:31]

Ólafur Björnsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að þetta mál hafi þróast þannig að farið hafi verið að lögum í málinu. Allir hafa fengið að koma sínum sjónarmiðum að. Málið hefur farið í lögformlegt umhverfismat og verið farið eftir þeim lögum sem gilda um þessar stóru og miklu framkvæmdir. Ég tel að það hafi út af fyrir sig alveg legið fyrir í síðustu kosningum hvaða stjórnmálaflokkar voru á þeirri skoðun að nýta ætti fallvötnin og hverjir voru á móti. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla gildir, það eru kosningar og eftir þeim lýðræðislegu leikreglum verður að fara.