Framhald umræðu um skýrslu um byggðamál

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 13:35:10 (4123)

2002-02-06 13:35:10# 127. lþ. 70.93 fundur 311#B framhald umræðu um skýrslu um byggðamál# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 127. lþ.

[13:35]

Forseti (Halldór Blöndal):

Þar sem fyrirspurn var beint til mín um það hvenær framhaldsumræða yrði um byggðamál vil ég að það komi fram sem er nauðsynlegt að á fundi sem ég átti með formönnum allra þingflokka um það hvaða mál yrðu tekin fyrir í þessari viku var ákveðið að taka stjfrv. eftir því sem ynnist en reyna jafnframt að koma á dagskrá málum sem þingmenn höfðu flutt. Var um þetta algjört samkomulag á fundinum en ekki kom til álita þar sem enginn nefndi það að ræða þær skýrslur sem ekki hefur tekist að ljúka umræðum um, þ.e. skýrslu um byggðamál og skýrslu um Ríkisendurskoðun. Sjálfsagt er að taka þetta mál upp við formenn þingflokka þegar ég ræði við þá um þau mál sem tekin skulu fyrir í næstu viku.