2002-02-06 14:11:46# 127. lþ. 71.92 fundur 313#B bréf Verslunarráðs til viðskiptaráðherra um rannsókn Samkeppnisstofnunar á ólöglegu verðsamráði olíufélaganna# (aths. um störf þingsins), GunnS
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[14:11]

Gunnlaugur Stefánsson:

Herra forseti. Ég minnist þess þegar aðgerðir Samkeppnisstofnunar áttu sér stað að í kjölfar þeirra hafi hæstv. viðskrh. lýst stuðningi við þær aðgerðir. Þessi stuðningur var mjög mikilvægur vegna þess að aðgerðirnar mörkuðu tímamót. Í orðum hæstv. ráðherra hér í þessari umræðu kom ekki fram stuðningur hæstv. ráðherra við aðgerðir Samkeppnisstofnunar. Því tel ég að hér verði að koma ljóst fram hvort þessi stuðningur sé enn fyrir hendi eða hvort það megi skilja orð hæstv. ráðherra þannig að hæstv. ráðherra sé að undirbúa skoðanaskipti í málinu til þess að þóknast Sjálfstfl. og Verslunarráðinu. Ég tel að þetta verði að vera mjög skýrt í þessari umræðu.