Ummæli 9. þm. Reykjavíkur

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 14:49:07 (4155)

2002-02-06 14:49:07# 127. lþ. 71.93 fundur 314#B ummæli 9. þm. Reykjavíkur# (um fundarstjórn), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[14:49]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Hv. þm. Mörður Árnason sagði í umræðum um fyrirspurn rétt á undan að bæði fyrirspurn hv. þm. Gunnars Birgissonar og svar hæstv. ráðherra bæru vott um popúlískan bjánahátt. Ég man ekki eftir því, herra forseti, að ég hafi heyrt svona ummæli úr ræðustóli á Alþingi þó að ég verði að viðurkenna að oft hefur mér dottið eitthvað svipað í hug þegar hv. þm. Mörður Árnason og félagar hans í Samfylkingunni hafa komið í ræðustól. Ég hefði átt von á því að hæstv. forseti hefði gert athugasemd við ummæli eins og þessi.