Bólusetning gegn barnasjúkdómum

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 15:47:57 (4188)

2002-02-06 15:47:57# 127. lþ. 71.6 fundur 420. mál: #A bólusetning gegn barnasjúkdómum# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[15:47]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Þetta var mjög áhugaverð yfirferð hjá hæstv. ráðherra. En hjá mér vaknaði ein spurning til viðbótar. Ég spyr hæstv. ráðherra: Ef foreldrar óska eftir að fá þessa bólusetningu í þrennu lagi, er það þá mögulegt? Er eitthvað því til fyrirstöðu að þeir foreldrar sem óska eftir því fái þrjár bólusetningar, eina með hverju mótefni, í stað þess að hafa þær þrjár í einni sprautu?