Hafnalög

Fimmtudaginn 07. febrúar 2002, kl. 12:31:09 (4235)

2002-02-07 12:31:09# 127. lþ. 72.6 fundur 386. mál: #A hafnalög# (heildarlög) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 127. lþ.

[12:31]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir orð hv. þm. Hann tekur vel undir það að breyta þessu í það form sem ég hef hér verið að tala um. Við sjáum bara hvernig það gengur.

Ég ítreka varðandi einkavæðingu á höfnum vítt og breitt um landið og að það eigi að fara að gera beinar arðsemiskröfur til samgöngumannvirkja, að ef þjónustuhlutverkið á ekki að vera númer eitt heldur arðsemiskrafan til eigendanna sem geta verið hvar sem er þá finnst mér það ekki vera það sem eigi að stefna að. Ég tel að á þessu frv. séu verulegir ágallar. Ég er andvígur þeirri stefnu að einkavæðingin, hlutafélagavæðingin, sé lausnarorðið varðandi almannaþjónustu vítt og breitt um landið og tel að hér þurfi endurskoðunar við.