Barnalög

Fimmtudaginn 07. febrúar 2002, kl. 16:44:14 (4298)

2002-02-07 16:44:14# 127. lþ. 73.10 fundur 125. mál: #A barnalög# (faðernismál) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 127. lþ.

[16:44]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég mælti aldrei gegn frv. í heild sinni. Og ég legg til að hv. nefnd sem fær þetta mál til umsagnar skoði hvort hægt sé að bæta inn ákvæðum um að ef það er barninu til framdráttar og til bóta skuli þetta leyft en annars ekki, og það nefndi ég í ræðu minni. Ég tel mjög varasamt að koma með slíka löggjöf þar sem horft er eingöngu á rétt föðurins til að eiga aðild að máli, alveg sama hvernig það kemur niður á móður og barni og hugsanlega nýrri fjölskyldu.

Ég hugsa því að ef frv. verður samþykkt óbreytt geti það í mörgum tilfellum valdið miklu tjóni og raskað þeirri fjölskyldu sem búið er að byggja upp og rústað henni jafnvel. Ég mundi vilja að hv. nefnd skoðaði nákvæmlega hvort hægt væri að bæta inn í ákvæði um að þetta skuli heimilað þegar það er barninu til góða, til hagsbóta, annars ekki. Ég tel nefnilega mjög mikilvægt að barnalög fjalli um og verndi börn en ekki fullorðna.