Þingsályktunartillaga um stefnu í byggðamálum 2002--2005

Mánudaginn 11. febrúar 2002, kl. 15:13:43 (4325)

2002-02-11 15:13:43# 127. lþ. 74.93 fundur 333#B þingsályktunartillaga um stefnu í byggðamálum 2002--2005# (aths. um störf þingsins), GAK
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[15:13]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Ég verð að segja eins og er, að mér finnst yfirlýsing hæstv. iðn.- og viðskrh. hér áðan nokkuð einkennileg. Í dag þegar við tökum byggðamál til umræðu megum við þingmenn ekki ræða það sem verið hefur í fréttum um helgina. Ég verð bara að lýsa því yfir að ég ætla ekki að una neinum afarkostum ráðherrans um hvað ég ræði í ræðustól á hv. Alþingi.

Stefnuna í byggðamálum á að kynna á Alþingi og það er auðvitað vandi þessarar ríkisstjórnar og ráðherrans að hann skuli alltaf vera á eftir tímanum og við séum alltaf að ræða stöðu mála tveimur og þremur árum á eftir því sem ætti að vera.