Þingsályktunartillaga um stefnu í byggðamálum 2002--2005

Mánudaginn 11. febrúar 2002, kl. 15:20:47 (4330)

2002-02-11 15:20:47# 127. lþ. 74.93 fundur 333#B þingsályktunartillaga um stefnu í byggðamálum 2002--2005# (aths. um störf þingsins), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[15:20]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég endurtek það sem ég sagði áðan að ég átta mig eiginlega ekki á vandamálinu. Mér finnst þetta vera þras um aukaatriði. Er ekki aðalatriðið það sem stendur í þessari byggðaáætlun? (Gripið fram í.) Þetta er nú allnokkuð lesefni. Ef svo skyldi vera að hv. þm. hefðu aðgang að netinu þá gætu þeir kannski notað næstu daga þar til plagginu verður dreift hér --- ég býst við að allir vilji setja sig vel inn í þetta mál --- og kynnt sér þessa tillögu.

Hins vegar mun tillagan koma hér á dagskrá þegar hún hefur verið afgreidd frá þingflokkum stjórnarflokkanna og þá vonast ég svo sannarlega til þess að hér verði málefnaleg umræða um þessi mikilvægu mál í stað þess að þrasa hér um einhver aukaatriði. Ef hv. þm. hafa svona gaman af því að rangt ártal skyldi hafa slæðst inn á netið þá verði þeim bara að góðu. Mér finnst þetta vera einkennileg umræða og óþörf. Aðalatriðið er að við erum u.þ.b. að leggja hér fram byggðaáætlun sem mikið hefur verið kallað eftir en í staðinn fyrir að gleðjast yfir því að hún er komin fram, þá er ekkert nema þras.