Fullgilding Árósasamningsins

Mánudaginn 11. febrúar 2002, kl. 15:44:05 (4347)

2002-02-11 15:44:05# 127. lþ. 74.1 fundur 327#B fullgilding Árósasamningsins# (óundirbúin fsp.), KolH
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[15:44]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Það er alveg ljóst að Árósasamningurinn markar ákveðin tímamót í stjórnsýslu varðandi umhverfismál. Hann leggur stjórnvöldum þá skyldu á herðar að tengja saman umhverfisrétt og mannréttindi. Hæstv utanrrh. hefur gefið þjóðinni fyrirheit um það í ræðum sínum, þegar hann flutti tillöguna á Alþingi á síðasta ári, að hann eigi að taka fullt gildi hér á landi.

Nú segir hæstv. utanrrh. að ekki sé búið að taka afstöðu til hvort og þá hvenær samningurinn verði tekinn til umfjöllunar eða taki gildi á Íslandi.

Nú vil ég spyrja hæstv. utanrrh.: Kemur það virkilega til greina eða eru þær blikur á lofti að það kunni að vera að samningurinn taki ekki gildi?