Undirbúningur heimsóknar Yassers Arafats

Mánudaginn 11. febrúar 2002, kl. 15:50:30 (4353)

2002-02-11 15:50:30# 127. lþ. 74.1 fundur 328#B undirbúningur heimsóknar Yassers Arafats# (óundirbúin fsp.), ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[15:50]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. svörin og leyfi mér að fullyrða að það hefði mikið að segja ef íslensk stjórnvöld byðu Yasser Arafat til opinberrar heimsóknar til Íslands.

Það hefur oft verið sagt að ,,litla Ísland`` hafi lítið fram að færa í alþjóðamálunum en einmitt í þessu efni mundi slíkur gjörningur senda mjög skýr skilaboð til heimsbyggðarinnar allrar. Auk þess yrði það auðvitað til þess að leysa Yasser Arafat úr stofufangelsi í Ramallah. Ég leyfi mér að brýna hæstv. utanrrh. til verka í þessum efnum og skora á hann að bjóða honum heim ekki seinna en í dag.