Áhugamannahnefaleikar

Mánudaginn 11. febrúar 2002, kl. 16:02:19 (4360)

2002-02-11 16:02:19# 127. lþ. 74.7 fundur 39. mál: #A áhugamannahnefaleikar# frv. 9/2002, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[16:02]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegi forseti. Brtt. sú sem hér liggur fyrir á sér rætur í þeim hvatningum sem borist hafa frá samtökum lækna víða um heim, m.a. frá læknasamtökum á Íslandi. Hún gengur út á það að höfuðhögg í áhugamannahnefaleikum verði ekki heimiluð og hún leggur þá ábyrgð á herðar Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands að það setji reglur sem sjái til þess að höfuðhögg í öðrum sambærilegum bardagaíþróttum, sem valdi þá væntanlega ámóta skaða og höfuðhögg í áhugamannahnefaleikum geta valdið, verði sömuleiðis bönnuð.

Ég tel þessa tillögu vera tækifæri fyrir alþingismenn á Íslandi til að láta virkilega gott af sér leiða í þessu erfiða máli sem við höfum tekist á um nánast þrjú ár í röð. Ég segi já.