Þjóðfáni Íslendinga í þingsal Alþingis

Mánudaginn 11. febrúar 2002, kl. 16:08:39 (4363)

2002-02-11 16:08:39# 127. lþ. 74.12 fundur 120. mál: #A þjóðfáni Íslendinga í þingsal Alþingis# þál., GHall (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[16:08]

Guðmundur Hallvarðsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég óskaði eftir því þá umræðan fór fram um þetta mál að því yrði vísað til síðari umræðu án þess að það færi til nefndar. Ég óska eindregið eftir því, herra forseti, í ljósi þess að það eru alþingismenn sjálfir sem geta lagt best mat á þetta mál. Ég sendi hæstv. forseta bréf líklega í október 2001 um þetta mál, fékk engin svör og brá þá á það eina ráð sem mér var fært, að flytja þáltill. Í umræðunni á fimmtudag óskaði ég eftir því að þetta mál færi beint til síðari umræðu og ég óska eftir því, herra forseti, að svo verði með þetta mál farið.