2002-02-11 19:19:22# 127. lþ. 74.15 fundur 216#B starfsemi Byggðastofnunar og framvinda byggðaáætlunar, munnleg skýrsla iðnaðarráðherra# (munnl. skýrsla), JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[19:19]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að yfirleitt sé það þannig að bankarnir geri kröfur um tryggingar. Þeir gera kröfur um tryggingar og þegar á á að herða eru eignirnar sem til boða standa á þessum stöðum svo lágt metnar að bankarnir treysta sér ekki til að lána út á viðkomandi eignir. Það er vandinn. Þessar eignir eru ekki söluvara með sama hætti og væri hér í þéttbýlinu.

Þetta verður að mínu viti ekki leyst með einhverjum öðrum hætti en við erum hér að tala um. Ég vil meina að Byggðastofnun geti þá allt eins leyst þetta. Menn yrðu þá að styrkja hana til að lána meira til svæða þar sem svo háttar til sem lýst hefur verið.