2002-02-11 19:31:28# 127. lþ. 74.15 fundur 216#B starfsemi Byggðastofnunar og framvinda byggðaáætlunar, munnleg skýrsla iðnaðarráðherra# (munnl. skýrsla), ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[19:31]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara árétta gagnvart hv. þm. Jóhanni Ársælssyni að ég geri mér fulla grein fyrir því að bankar lána út á viðskiptavild ekki síður en á veðhæfi fasteigna. Ég var að tala fyrir því að slíkt fyrirkomulag, þ.e. mat á viðskiptavild, ætti að gilda fyrir landið allt.

Skýrslan segir einmitt það sem maður hefur heyrt á ferðum sínum, að mat á viðskiptavild er ekki eins hagstætt af hálfu bankanna þegar menn eru komnir út fyrir höfuðborgarsvæðið, þ.e. þann hring sem umlykur höfuðborgina. Menn kvarta undan þessu og þetta stendur upp úr í mati skýrsluhöfunda.