2002-02-11 19:40:12# 127. lþ. 74.15 fundur 216#B starfsemi Byggðastofnunar og framvinda byggðaáætlunar, munnleg skýrsla iðnaðarráðherra# (munnl. skýrsla), ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 127. lþ.

[19:40]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er augljóst að það er ekki sama hvort er Austurlandið eða Vesturlandið. Það kom skýrt fram hér hjá hv. þm. Ögmundi Jónassyni. Við höfum áður farið yfir hvaða þjóðhagslegu áhrif þessar framkvæmdir muni hafa og hvaða hagfræðingar eru trúverðugir í þeirri umræðu. Ég tek mark á þeim sem mæla mjög með þessum framkvæmdum. Hv. þm. Ögmundur Jónasson tekur mark á hinum sem mæla gegn þessu. Við verðum væntanlega ekki sammála um það.

En getum við ekki alla vega orðið sammála um það, hv. þm., að uppbygging stóriðju á Vesturlandi hafi haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðaþróun þar um slóðir? Hefði hv. þm. viljað að ekki hefði verið ráðist í þessar framkvæmdir? Það væri gott að fá svör við því. Heldur hann að þessar framkvæmdir hafi haft neikvæð áhrif á hag þjóðarinnar og byggðaþróun á Vesturlandi? Það væri gott að fá þetta skýrt fram hjá þingmanninum: Er hann algjörlega á móti þessum framkvæmdum og fyrirhuguðum viðbótarframkvæmdum á Vesturlandi?