Virkjun Hvalár í Ófeigsfirði

Þriðjudaginn 12. febrúar 2002, kl. 15:33:34 (4453)

2002-02-12 15:33:34# 127. lþ. 75.6 fundur 54. mál: #A virkjun Hvalár í Ófeigsfirði# þál., Flm. KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 127. lþ.

[15:33]

Flm. (Karl V. Matthíasson) (andsvar):

Ég þakka góðar undirtektir hv. þm. Kolbrúnar Halldórsdóttur og ítreka það sem ég hef sagt, að þessi þáltill. kemur einmitt fram vegna þess að það er nauðsynlegt að vita hvaða kostir eru þarna fyrir hendi, bæði varðandi þessa virkjun og Glámuvirkjun. Þetta er gert til að ýta á málin, bæði varðandi virkjanamálin og einnig í sambandi við byggðamál. Ef þetta teldust góðir kostir þá held ég að þetta mundi skipta gífurlega miklu máli fyrir Vestfirði. Alveg eins og menn tala um að virkjanir fyrir austan skipti máli fyrir Austfirðinga þá hljóta virkjanir fyrir vestan að skipta máli fyrir Vestfirðinga.