Varnarsamningurinn við Bandaríkin

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 13:43:08 (4484)

2002-02-13 13:43:08# 127. lþ. 77.1 fundur 469. mál: #A varnarsamningurinn við Bandaríkin# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., utanrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[13:43]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég hef nánast engu við þetta að bæta. Ég get ekkert um það sagt hvenær viðræðurnar hefjast. Það er hins vegar ljóst að samskiptin ganga vel og ekkert hefur komið upp á í sambandi við Keflavíkurflugvöll sem hefur valdið einhverjum vandræðum. Við létum það koma fram í viðræðum sem ég átti við utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell, á síðasta ári að við teldum ekki nauðsynlegt að vera með bókanir í þessu sambandi til tiltekinna ára. Að okkar mati væri betra að aðeins gilti samningur milli þjóðanna eins og oftast hefur verið og ef menn teldu ástæðu til einhverra breytinga á fyrirkomulagi yrði það tekið upp sérstaklega. Þessi skipan mála hefur orðið til þess að margir hafa álitið að það mundi valda straumhvörfum þegar viðkomandi bókun rynni út. Svo er alls ekki. Ég tel að sú reynsla sem hefur fengist nú í næstum því ár frá því að bókunin rann úr gildi styðji þá skoðun sem við höfum sett fram að ekki sé ástæða til að vera með tímasettar bókanir eins og verið hefur á undanförnum árum.