Réttarstaða Byrgisins í Rockville á Miðnesheiði

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 14:04:31 (4492)

2002-02-13 14:04:31# 127. lþ. 77.3 fundur 472. mál: #A réttarstaða Byrgisins í Rockville á Miðnesheiði# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[14:04]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda þessa fyrirspurn og ágætt svar utanrrh. Í Byrginu fer í raun og veru fram mjög merkilegt starf. Það var áður í Hlíðardalsskóla, þar á undan í Hafnarfirði og núna í Rockville. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn. Forstöðumaðurinn hefur verið afar ötull í þessari starfsemi og ég veit að hæstv. utanrrh. hefur lagt sitt af mörkum eins og heilbrrh. Einn þingmaður, sem reyndar er erlendis í dag, hv. þm. Hjálmar Árnason, hefur verið ötull stuðningsmaður þessarar starfsemi og barist mjög fyrir þessu.

Byrgið hefur sem betur fer fengið styrki til starfsemi sinnar og á eins og margar aðrar stofnanir á þessu sviði allt gott skilið. Vonandi má tryggja áframhaldandi starfsemi í Byrginu til heilla því fólki sem þar starfar og þeim sem þar hafa fengið aðstoð vegna áfengis- og vímuefnanotkunar.