Réttarstaða Byrgisins í Rockville á Miðnesheiði

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 14:06:46 (4494)

2002-02-13 14:06:46# 127. lþ. 77.3 fundur 472. mál: #A réttarstaða Byrgisins í Rockville á Miðnesheiði# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[14:06]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég hef frá upphafi fylgst með og kynnt mér þá starfsemi sem fram fer í Byrginu. Það er ljóst að þeir hafa hjálpað mörgum sem ekki hefðu getað fengið hjálp annars staðar. Þar hef ég hitt marga einstaklinga sem höfðu farið í gegnum ótal meðferðir og jafnmargar niðurlægingar að þeim loknum en gátu, eftir að þeir komu þarna, haldið sér í góðu lagi.

Ég vona að fundnir verði möguleikar á að aðstoða Byrgið með einhverjum hætti því að það liggur fyrir að þó að einhver fjárhagsstuðningur hafi verið veittur þá er hann ekki mikill miðað við það sem veita þarf öðrum slíkum heimilum. Ég held að ráðstöfun fjár þarna hafi verið ríkinu mjög hagstæð.

Hins vegar er mjög erfitt fyrir slíkt heimili að hafa ekki öryggi til áframhaldandi starfsemi.