Svæðisútvarp Ríkisútvarpsins

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 14:49:54 (4516)

2002-02-13 14:49:54# 127. lþ. 77.6 fundur 412. mál: #A svæðisútvarp Ríkisútvarpsins# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[14:49]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég ætla að byrja á að fagna því að Rás 2 verði flutt norður á Akureyri, þ.e. sé í þann mund að flytja þangað. Ég tek undir með hv. þm. Ástu Möller. Við viljum fá fréttir alls staðar að af landinu og ég held að það sé einmitt það góða við breytinguna. Það verður landsbyggðavinkill á Rás 2 og við fáum fréttir hvert af öðru hvar sem við búum á landinu. Svo er ekki nú meðan svæðisútvörpin eru jafneinangruð og þau eru, meira að segja Útvarp Suðurlands næst ekki alls staðar á Suðurlandi. Ég næ því t.d. ekki í mínu útvarpstæki heima hjá mér. Ég get ekki fylgst með svæðisútvarpi Suðurlands. Ég get hins vegar alltaf náð Rás 2. Ég hlusta mikið á hana en aðallega samt á gömlu Gufuna.