Undanþága frá banni við samkeppnishömlum

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 18:09:56 (4547)

2002-02-13 18:09:56# 127. lþ. 77.12 fundur 461. mál: #A undanþága frá banni við samkeppnishömlum# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[18:09]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Einari Guðfinnssyni fyrir að vekja athygli á þessu máli í fyrirspurn og benda á að í einu bæjarfélagi, t.d. Þorlákshöfn, er samrekin bensínstöð sem olíufélögin öll reka saman. Sú þjónusta hefur gefist mjög vel. Þetta fyrirkomulag hefur gert þau færari um að þjónusta bæði til sjós og lands þau fyrirtæki sem hafa þurft á þjónustu þeirra að halda og þau hafa fengið mun betri þjónustu fyrir bragðið vegna þeirrar samreknu bensínstöðvar sem þar er.