Ferjusiglingar Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 18:45:32 (4561)

2002-02-13 18:45:32# 127. lþ. 77.16 fundur 409. mál: #A ferjusiglingar Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar# fsp. (til munnl.) frá samgrh., KÓ
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[18:45]

Kjartan Ólafsson:

Herra forseti. Ég vil fagna þeirri umræðu sem hér á sér stað um samgöngumál Vestmanneyinga.

Ég átti þess kost að vera á fjölsóttum fundi með hæstv. samgrh. sem haldinn var í Vestmannaeyjum föstudaginn 1. febrúar sl. Fundurinn var fjölsóttur. Þar voru um 350 manns. Þar fór hæstv. samgrh. ítarlega yfir stöðu mála og kynnti hvernig ferðum Herjólfs hefur verið háttað og að þeim yrði fjölgað. Þá kom vel fram á fundinum hversu mikla áherslu Vestmanneyingar leggja á ferðir Herjólfs og samgöngumálin almennt gagnvart atvinnulífinu svo og ferðaþjónustunni sem skiptir auðvitað mjög miklu máli.

Þá var komið inn á samgöngur frá Bakkafjöru eða Bakkaflugvelli og einnig þær athuganir sem gera á á Bakkafjöru. Einnig var á þessum fundi komið inn á vegagerð að Bakkaflugvelli sem er afskaplega brýnt að verði kláruð sem fyrst.