Óhefðbundnar lækningar

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 19:44:07 (4588)

2002-02-13 19:44:07# 127. lþ. 77.22 fundur 462. mál: #A óhefðbundnar lækningar# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[19:44]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir að koma með þessa fyrirspurn hér inn, ekki síst í ljósi þess að mér sýnist að nú liggi orðið fyrir að sú þáltill. sem hv. þm. Lára Margrét Ragnarsdóttir er 1. flm. að og jafnframt formaður félags-, heilbrigðis- og fjölskyldumálanefndar Evrópuráðsins verði samþykkt. Hún hefur unnið sérstaka skýrslu á vegum Evrópuráðsins um þessi mál. Skýrslan var samþykkt. Skýrslan er flutt hér í annað sinn en tiltölulega lítill áhugi hefur verið í forustu nefndarinnar fyrir því að afgreiða tillöguna. Miðað við þá umræðu sem hér er hins vegar í dag, og þökk sé hv. þm. sem kom með fyrirspurn, sýnist mér að hún hljóti að verða afgreidd á næstu dögum.