Merking matvæla

Miðvikudaginn 13. febrúar 2002, kl. 20:12:32 (4602)

2002-02-13 20:12:32# 127. lþ. 77.24 fundur 446. mál: #A merking matvæla# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 127. lþ.

[20:12]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég ætla að gera að umtalsefni annan lið spurningarinnar um upprunamerkingu á grænmeti og kjöti. Það kom fram hjá hæstv. ráðherra að landbúnaðurinn væri ekki inni í EES-samningnum sem er alveg hárrétt. En ég veit að það eru drög að reglugerð um upprunamerkingu eða einstaklingsmerkingu í landbrn. sem mun ekki gilda nema að sláturhússvegg sem hefur þá ekkert að segja vegna þess að hún þjónar ekki neytendum. Ef upprunamerking á að vera þarf hún að þjóna neytendum þannig að þeir viti t.d. hvort þeir eru að kaupa kjöt frá Argentínu eða hvort þeir eru að kaupa kjöt af góðbónda af Suðurlandi.

Ég held líka að í rauninni sé alveg vitavonlaust að upprunamerkja. Í dag er kjötið merkt alveg út úr sláturhúsinu en það er ekki merkt í kjötborðinu og það verður í rauninni vonlaust að upprunamerkja gúllasið í kjötborðinu.