Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 11:33:18 (4634)

2002-02-14 11:33:18# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[11:33]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Afsakið, herra forseti. Ég fullyrði að hæstv. ráðherra þekkir ekki þetta mál. Það stendur í greinargerðinni nákvæmlega hvað felst í svæðisskipulagi miðhálendisins. Þar hefur verið skrifað upp á virkjun sem gæti haft orkugetu upp á 3.200 gígavattstundir og lón sem væri 38 km2. Við erum að tala um 57 km2 lón. Hvernig ætlar ráðherrann að breyta svæðisskipulagi miðhálendisins? Hvernig?