Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 15:22:23 (4688)

2002-02-14 15:22:23# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[15:22]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekki lagt það í vana minn að ræða stjfrv. fyrr en búið er að samþykkja þau í þingflokkum og ætla ekki að leggja af þeim vana mínum.

Á hinn bóginn vil ég segja við hv. þm. að menn hljóta að ætlast til þess að þeir sem taka hér til máls hafi skýra afstöðu. Ég skildi hv. þm. Svanfríði Jónasdóttur þannig að hún væri þeirrar skoðunar að það bæri að athuga frv. betur og bæri að fresta því. Hv. þm. notaði meira að segja þau orð að annars gæti ekki orðið sátt um málið.