Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 15:24:26 (4690)

2002-02-14 15:24:26# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[15:24]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er nú varla hægt að kalla það andsvar sem hér var sagt. Ég talaði ekki um frv. til raforkulaga. Ég sagði á hinn bóginn að hv. þm. hefði með málflutningi sínum lýst þeim vilja sínum að nauðsynlegt væri að fresta því að afgreiða frv. um virkjun Kárahnjúka. Það var það sem ég sagði. Ég sagði að ekki væri hægt að skilja hv. þm. öðruvísi en það kemur þá fram ef ég hef misskilið hana. Þá getur hv. þm. staðið upp og sagt hér skýrt og laggott í ræðustólnum að hún vilji samþykkja frv. eins og það liggur fyrir. Það er ekki flóknara en svo. Ef hv. þm. er heldur hins vegar við þá skoðun sem hún hafði í ræðu sinni þá vill hún slá málinu á frest. Öðruvísi er það ekki.