Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 15:29:44 (4696)

2002-02-14 15:29:44# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[15:29]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að mjög vel hafi verið staðið að samningum við Norsk Hydro. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef er síður en svo uppstytta í þeim viðræðum og margt sem bendir til að þær gangi betur en áður. Hins vegar veit hv. þm. eins og ég að ýmsir álframleiðendur hafa sýnt áhuga á því upp á síðkastið að fá að reisa hér álver og lagt inn fyrirspurnir um raforkuverð og annað slíkt. Ég er ekki í neinum vafa um að aðrir viðsemjendur mundu finnast, önnur stórfyrirtæki. Á þessari stundu hef ég ekki ástæðu til að ætla annað en að vel sé á þessum málum haldið. Ég tel að iðnrh. hafi haldið vel á þessu máli.