Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 16:11:10 (4715)

2002-02-14 16:11:10# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[16:11]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég var að vitna í skjöl frá ríkisstjórninni. Hefur hv. þm. kynnt sér gögn sem komu frá Skipulagsstofnun 2. ágúst 2001 og hins vegar gögn sem birtust frá umhvrn. 20. desember sama ár? Þar eru misvísandi tölur. Hefur hv. þm. kynnt sér þetta?

Ég reyndi að færa rök fyrir mínu máli, á hvern hátt ég teldi að ætla mætti að menn væru að hagræða tölum. Ég setti þetta fram í spurningaformi og spurði hvort verið gæti að mönnum hefði orðið á í messunni, að þetta væri slys í framsetningarmátanum, eða hvort hér væri verið að hagræða tölum? Tölurnar eru misvísandi og þar skeikar milljörðum. Það er staðreynd.